— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Grunnskólanemendurnir Theódóra Diljá Adamsdóttir úr Ísaksskóla og Óskar Þór Bjartmarz úr Norðlingaskóla voru niðursokkin við að teikna í anda Errós í Hafnarhúsinu í gær. Nú stendur yfir haustfrí grunnskóla Reykjavíkur og er boðið upp á ýmsa viðburði þar sem börnin geta komið í fylgd fullorðinna. Á ritlistar- og teiknismiðjunni í Hafnarhúsinu var myndaserían 1001 nótt Errós skoðuð og upprennandi listamenn á grunnskólaaldri gátu bæði teiknað eða skrifað sögur um myndirnar á sýningunni.

Í dag er Hrekkjavökusmiðja í Ásmundarsafni og haustfríinu lýkur á mánudag með Karaktersmiðju á Kjarvalsstöðum.