Fulltrúar frá Rarik og Landsneti fóru ítarlega yfir hvað fór úrskeiðis þegar mikil truflun varð á raforkukerfi landsins fyrr í mánuðinum með íbúum í Þingeyjarsveit á fundi í Skjólbrekku í gær. Farið var yfir fyrirkomulag á afgreiðslu tjónamála og…
— Morgunblaðið/Birkir Fanndal

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Fulltrúar frá Rarik og Landsneti fóru ítarlega yfir hvað fór úrskeiðis þegar mikil truflun varð á raforkukerfi landsins fyrr í mánuðinum með íbúum í Þingeyjarsveit á fundi í Skjólbrekku í gær. Farið var yfir fyrirkomulag á afgreiðslu tjónamála og stöðu þeirra auk þess sem fundargestir gátu borið upp spurningar.

Íbúar fjölmenntu á fundinn og voru það aðallega spurningar um skaðabætur sem brunnu á þeim. Fulltrúar Rarik vísuðu bótakröfum til Sjóvár. Fundargestir sem tóku til máls töldu þó að Rarik bæri að gera upp við tjónþola undanbragðalaust og án þess að íbúar yrðu að leita sjálfir til tryggingafélags.

Högg á kerfið

Umtalsvert tjón varð hjá fólki og fyrirtækjum í Mývatnssveit þegar mikil truflun varð á

...