Geisladiskurinn Logn, sem inniheldur 11 ný sönglög eftir Ingibjörgu Azimu við ljóð fjögurra íslenskra ljóðskálda; Snorra Hjartarsonar, Gerðar Kristnýjar, Sölva Björns Sigurðssonar og Kristínar Jónsdóttur, kemur út í dag á vegum Odradek records
Azima ensemble Ólöf, Hrönn, Ingibjörg, Margrét, Ármann og Björg.
Azima ensemble Ólöf, Hrönn, Ingibjörg, Margrét, Ármann og Björg.

Geisladiskurinn Logn, sem inniheldur 11 ný sönglög eftir Ingibjörgu Azimu við ljóð fjögurra íslenskra ljóðskálda; Snorra Hjartarsonar, Gerðar Kristnýjar, Sölva Björns Sigurðssonar og Kristínar Jónsdóttur, kemur út í dag á vegum Odradek records. Segir í tilkynningu að sönglögin myndi fjóra lagaflokka þar sem flytjendur séu sópran og píanó ásamt mismunandi aukahljóðfærum í hverjum flokki. Í tilefni útgáfunnar verða haldnir tónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík og fara þeir fram í kvöld, föstudaginn 25. október, klukkan 20. Eru tónleikarnir hluti af dagskrá Óperudaga 2024. Upptökur á geisladiskinum fóru fram í Víðistaðakirkju árið 2022 en upptökustjóri var Halldór Víkingsson sem einnig sá um hljóðblöndun og masteringu.