Hall­dór Smári Sig­urðsson leikmaður Vík­ings varð fyr­ir axl­ar­meiðslum í sigr­in­um sögu­lega á Cercle Brug­ge í Sam­bands­deild­inni í fót­bolta á Kópa­vogs­velli í gær. Var hann borinn af velli um miðjan síðari hálfleik og keyrður beint á…
Kópavogur Halldór meiddist á öxl í leiknum á Kópavogsvelli.
Kópavogur Halldór meiddist á öxl í leiknum á Kópavogsvelli. — Morgunblaðið/Eyþór

Hall­dór Smári Sig­urðsson leikmaður Vík­ings varð fyr­ir axl­ar­meiðslum í sigr­in­um sögu­lega á Cercle Brug­ge í Sam­bands­deild­inni í fót­bolta á Kópa­vogs­velli í gær. Var hann borinn af velli um miðjan síðari hálfleik og keyrður beint á sjúkrahús, en Hall­dór má vænta þess að vera frá í nokk­urn tíma. Hann var að spila sinn fyrsta leik í tæpa þrjá mánuði, en Halldór hef­ur mikið þurft að verma vara­manna­bekk Vík­inga á leiktíðinni.