Víkingur úr Reykjavík vann sögulegan sigur gegn Cercle Brugge frá Belgíu í deildarkeppni Sambandsdeildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í gær. Leiknum lauk með 3:1-sigri Víkinga og var þetta fyrsti sigur íslensks liðs í Sambandsdeildinni
Sögulegt Víkingarnir Aron Elís Þrándarson, Helgi Guðjónsson og Gísli Gottskálk Þórðarson fagna með stuðningsmönnum á Kópavogsvelli í gær.
Sögulegt Víkingarnir Aron Elís Þrándarson, Helgi Guðjónsson og Gísli Gottskálk Þórðarson fagna með stuðningsmönnum á Kópavogsvelli í gær. — Morgunblaðið/Eyþór

Sambandsdeildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Víkingur úr Reykjavík vann sögulegan sigur gegn Cercle Brugge frá Belgíu í deildarkeppni Sambandsdeildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í gær.

Leiknum lauk með 3:1-sigri Víkinga og var þetta fyrsti sigur íslensks liðs í Sambandsdeildinni. Karla- og kvennalið Breiðabliks hafa bæði tekið þátt í Evrópukeppnum á síðustu árum, karlaliðið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og kvennaliðið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en hvorugu liðinu tókst að vinna leik.

Sigurinn fleytir Víkingum upp í 22. sæti Sambandsdeildarinnar en liðin í 1.-8. sætinu fara áfram í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Sigurinn var því afar mikilvægur og Víkingar

...