„Mér finnst kaldhæðnislegt að sama dag og bærinn var opnaður og við hvött til að opna þá vöruðu bæjarstjórinn og lögreglustjórinn fólk við því að sofa í bænum,“ segir Dagmar Valsdóttir gistihúsaeigandi í Grindavík
Grindavík Eigendur gistihúss og bakarís bíða eftir raunhæfum lausnum frá ríkisstjórn um kaup á eignum. Veitingamaður lætur vel af sínum rekstri.
Grindavík Eigendur gistihúss og bakarís bíða eftir raunhæfum lausnum frá ríkisstjórn um kaup á eignum. Veitingamaður lætur vel af sínum rekstri. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

„Mér finnst kaldhæðnislegt að sama dag og bærinn var opnaður og við hvött til að opna þá vöruðu bæjarstjórinn og lögreglustjórinn fólk við því að sofa í bænum,“ segir Dagmar Valsdóttir gistihúsaeigandi í Grindavík.

Hún segir að lítil breyting hafi orðið á rekstri gistiheimilisins eftir að bærinn var opnaður.

„Það eru nokkrar bókanir komnar og svo hafa líka verið afbókanir þegar við segjum fólki frá því að enn sé hætta í bænum þótt hún sé ekki mikil núna. Við erum ekki ósátt við það, þar sem við viljum ekki fá fólk sem treystir sér ekki til að koma og er óöruggt vegna þess sem er að gerast. Við viljum frekar ævintýrafólk sem treystir sér í svona ævintýri. Við segjum fólki frá hættunni þó það sé fyrsta

...