Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, sagði í gær að viðræður um vopnahlé í átökum Ísraelshers og hryðjuverkasamtakanna Hamas myndu hefjast á nýjan leik á næstu dögum. Sagði Blinken að Bandaríkjamenn og Katarar væru nú að skoða leiðir til …
Antony Blinken
Antony Blinken

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, sagði í gær að viðræður um vopnahlé í átökum Ísraelshers og hryðjuverkasamtakanna Hamas myndu hefjast á nýjan leik á næstu dögum. Sagði Blinken að Bandaríkjamenn og Katarar væru nú að skoða leiðir til binda enda á átökin, sem nú hafa staðið yfir í rúmt ár.

Ísraelsher náði í síðustu viku að fella leiðtoga Hamas-samtakanna, Yahya Sinwar, og sagði Blinken að það hefði opnað dyrnar á ný fyrir mögulegu vopnahléi og þeim möguleika að gíslum samtakanna yrði skilað.

Sjeikinn Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim Al-Thani, forsætisráðherra Katar, sagði að fulltrúar Hamas hefðu fundað með Katörum síðustu daga en að enn ríkti mikil óvissa um framhaldið.