„Ég hef allt frá því ég var unglingur verið í tónlist og svo bara einhvern veginn gerðist lífið og ég hætti í tónlist í meira en tíu ár eða þar til fyrir svona þremur árum, þá ákvað ég að byrja aðeins aftur og sjá hvað myndi gerast, klára…
Sæfari Atli Sævar gaf í haust út Wolfheart. „Dýrsleg þráhyggja sem við búum öll yfir,“ segir hann um titillagið.
Sæfari Atli Sævar gaf í haust út Wolfheart. „Dýrsleg þráhyggja sem við búum öll yfir,“ segir hann um titillagið. — Morgunblaðið/Karítas

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

„Ég hef allt frá því ég var unglingur verið í tónlist og svo bara einhvern veginn gerðist lífið og ég hætti í tónlist í meira en tíu ár eða þar til fyrir svona þremur árum, þá ákvað ég að byrja aðeins aftur og sjá hvað myndi gerast, klára ákveðið mál,“ segir Atli Sævar Guðmundsson sem gaf nýverið út breiðskífuna Wolfheart undir listamannsnafninu Sæfari.

Á plötunni eru 11 lög, þar af níu eftir Atla, eitt eftir Sigurð Guðmundsson, tónlistarmann og eitt gamalt tökulag sem Haukur Morthens söng á sínum tíma og heitir „Nú veit ég“.

Var aldrei gefin út

Atli segist hafa klárað plötu árið 2009, fyrir 15 árum, sem var aldrei gefin út. „Það var plata sem

...