Jón Gunnarsson alþingismaður mun skipa 5. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi í komandi kosningum til Alþingis, en kjördæmisráð flokksins samþykkti listann á fundi í gærkveldi

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Jón Gunnarsson alþingismaður mun skipa 5. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi í komandi kosningum til Alþingis, en kjördæmisráð flokksins samþykkti listann á fundi í gærkveldi. Við það tækifæri tilkynnti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, að hann hefði ákveðið að gera Jón að sérstökum fulltrúa sínum í matvælaráðuneytinu, en auk þess að gegna embætti forsætisráðherra gegnir Bjarni ráðherradómi í ráðuneyti matvæla sem og í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu

...