Íslandsmeistarar Vals unnu annan leik sinn í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið vann öruggan sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 104:80, í fjórðu umferð deildarinnar á Hlíðarenda í gærkvöldi
Fyrirliðar Halldór Garðar Hermannsson fyrirliði Keflavíkur og Kári Jónsson fyrirliði Vals eigast við í leik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöldi.
Fyrirliðar Halldór Garðar Hermannsson fyrirliði Keflavíkur og Kári Jónsson fyrirliði Vals eigast við í leik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Karítas

Körfuboltinn

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Íslandsmeistarar Vals unnu annan leik sinn í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið vann öruggan sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 104:80, í fjórðu umferð deildarinnar á Hlíðarenda í gærkvöldi.

Valur er nú með fjögur stig í sjöunda sæti en Keflavík er í níunda sæti með tvö stig.

Jafnræði var með liðunum stóran hluta leiksins eða allt þar til Valur hóf að stinga af þegar fjórði og síðasti leikhluti var hálfnaður.

Taiwo Badmus fór fyrir Val og var stigahæstur í leiknum með 28 stig og 11 fráköst. Kári Jónsson bætti við 21 stigi, 11 fráköstum og sjö stoðsendingum. Wendell Green var stigahæstur hjá Keflavík með 20 stig

...