Karlmaður á fertugsaldri var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tengslum við andlát konu á sjötugsaldri í Breiðholti.

Maðurinn er sonur konunnar sem lést. Sætir hann gæsluvarðhaldi til 1. nóvember.

Tilkynnt var um málið um miðnættið í fyrrinótt og í kjölfarið var einn handtekinn í tengslum við það.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en þar segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.