Íslandsmótinu í knattspyrnu lýkur um helgina og hvað sem öllum titlum líður verður met Skagamannsins Karls Þórðarsonar ekki slegið, en 20 ár liðu á milli milli fyrsta og síðasta Íslandssmeistaratitils hans með ÍA
1984 Karl Þórðarson leikur listir sínar á móti Val. Þorgrímur Þráinsson, Hörður Jóhannesson og Bergþór Magnússon fylgjast agndofa með.
1984 Karl Þórðarson leikur listir sínar á móti Val. Þorgrímur Þráinsson, Hörður Jóhannesson og Bergþór Magnússon fylgjast agndofa með. — Morgunblaðið/Júlíus

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Íslandsmótinu í knattspyrnu lýkur um helgina og hvað sem öllum titlum líður verður met Skagamannsins Karls Þórðarsonar ekki slegið, en 20 ár liðu á milli milli fyrsta og síðasta Íslandssmeistaratitils hans með ÍA. Hann var fimm sinnum Íslandsmeistari, 1974, 1975, 1977, 1984 og 1994, og tvisvar bikarmeistari, 1978 og 1984. 1978 til 1984 var hann atvinnumaður í Belgíu og Frakklandi. Hann var meistari með Laval í sérstakri sumarbikarkeppni í Frakklandi 1982.

Þegar Kalli, eins og hann er gjarnan kallaður, var í fyrsta bekk í gagnfræðaskóla skrifaði hann grein í skólablaðið, þar sem hann sagði að

...