Tjarnarbíó Við erum hér ★★★★· Eftir Agnesi Wild, Bjarna Snæbjörnsson, Ingu Auðbjörgu K. Straumland, Karl Pálsson og Steinunni Björgu Ólafsdóttur. Söngtextar eftir Agnesi Wild, Arnheiði Melkorku, Axel Inga Árnason, Ingu Auðbjörgu K. Straumland, Karl Pálsson og Steinunni Björgu Ólafsdóttur. Leikstjóri: Agnes Wild. Kórstjóri Axel Ingi Árnason. Danshöfundur: Guðný Ósk Karlsdóttir. Hljóðhönnuður: Kristín Waage. Lýsing: Aron Martin Ásgerðarson. Leikarar: Aron Daði Ichihashi Jónsson, Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir, Arna Rún Ómarsdóttir, Arnar Hauksson, Arnheiður Melkorka, Bjarni Snæbjörnsson, Bjartmar Þórðarson, Eric Heinen, Erla Stefánsdóttir, Greipur Garðarsson, Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Hafsteinn Níelsson, Halldór Ívar Stefánsson, Halldóra Þöll Þorsteins, Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, Inga Auðbjörg Straumland, Jimi Gadson, Jökull Ernir Jónsson, Jón Sigurður Gunnarsson, Karl Pálsson, Katrín Ýr Erlingsdóttir, Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir, Kristinn Breiðfjörð, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, Sigur Huldar Ellerup Geirs, Sigurður Heimir Kolbeinsson, Snorri Hjörvar Jóhannsson, Steinunn Björg Ólafsdóttir, Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson. Söngleikjakórinn Viðlag frumsýndi í Tjarnarbíói þriðjudaginn 15. október 2024.
Gleði „Kraftur, gleði, færni og sannfæring ráða för í sýningunni. Og síðast en ekki síst einstaklega þjál og örugg samhæfing í fjölbreyttum hópnum.“
Gleði „Kraftur, gleði, færni og sannfæring ráða för í sýningunni. Og síðast en ekki síst einstaklega þjál og örugg samhæfing í fjölbreyttum hópnum.“ — Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauska

Leiklist

Þorgeir

Tryggvason

Það er allt í einu mikið og fjölbreytt líf í íslensku söngleikjaflórunni. Fyrir utan hefðbundnar viðamiklar mjólkurkýr á stóru sviðunum er verið að gera allskyns tilraunir utan og innan stofnanaleikhúsanna, ekki síst á jaðri atvinnumennskunnar. Skemmst er að minnast Vitfúsar Blú í sumarleikhúsinu í Háskólabíói og byrja að hlakka til að sjá hvað gerist hjá Unu Torfa í Þjóðleikhúsinu og hvort Laddasjóið í Borgarleikhúsinu verði einhverskonar tónlistarverk í anda fyrri glymskrattaafreka Ólafs Egils.

Ekkert af þessu er samt líklegt til að líkjast Við erum hér í Tjarnarbíói, nema að svo miklu leyti sem epli minna smá á appelsínur: eru hnöttótt og bragðgóð, en stundum kannski aðeins of sæt og ekki góð nema

...