Ólíklegt er að stuðningslán séu sú lausn sem best hæfir vanda fyrirtækja með rekstur í Grindavík, að mati atvinnuteymis Grindavíkurbæjar. Í umsögn þess til Alþingis við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um stuðningslánin, sem nú er til…

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Ólíklegt er að stuðningslán séu sú lausn sem best hæfir vanda fyrirtækja með rekstur í Grindavík, að mati atvinnuteymis Grindavíkurbæjar. Í umsögn þess til Alþingis við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um stuðningslánin, sem nú er til meðferðar á Alþingi, segir að „þótt stuðningslán geti í einhverjum tilvikum nýst fyrirtækjum í Grindavík þá er það álit atvinnuteymis að úrræðið hafi fremur takmarkað gildi. Það álit er byggt á ítarlegum samtölum við forsvarsmenn fjölda fyrirtækja

...