Meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti í síðustu viku að veita slíkt leyfi og Orkustofnun gaf í september út virkjunarleyfi.

Fjórir fulltrúar L- og E-lista í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykktu í gær að gefa út framkvæmdaleyfið. Fulltrúi U-lista greiddi atkvæði gegn því og lét m.a. bóka að fyrirhuguð Hvammsvirkjun myndi hafa veruleg og óafturkræf áhrif á náttúru, lífríki og landslag.

„Við fögnum því að vera komin með þessi tilskildu leyfi og þá er ekkert því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir. Við höfum samhliða unnið að útboðum fyrir fyrstu verkefnin og bindum vonir við að geta opnað þau á næstu vikum þannig að þau verkefni verði komin á fulla ferð fyrir áramót,“ sagði Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.

Landsvirkjun hafði gert ráð fyrir að virkjunin gæti byrjað að skila orku í

...