Nei, nöfnin koma ekki upp um þær en Pier Angeli og Marisa Pavan voru svo sannarlega tvíburar. Í báðum tilvikum er nefnilega um listamannsnafn að ræða. Þær fæddust í Cagliari árið 1932 og hlutu nöfnin Anna Maria og Maria Luisa Pierangeli.

Tökunafn Önnu Mariu er gagnsætt; ættarnafnið klofið í tvennt, en tökunafn Mariu Luisu langsóttara. Marisa er að vísu skírnarnöfn hennar brædd saman en eftirnafnið sótti hún til ítalsks hershöfðingja af gyðingaættum sem fjölskylda þeirra systra veitti skjól á heimili sínu í Róm í seinna stríði.

Það var Angeli sem fyrr gaf sig að skemmtanabransanum en kvikmyndagerðarmaðurinn Vittorio De Sica uppgötvaði hana á götu í Róm 1948. Við tóku fyrirsætustörf, auk þess sem Angeli reyndi fyrir sér sem söng- og leikkona. Fyrstu tvær kvikmyndir hennar voru ítalskar en eftir að faðir þeirra

...