Sigurður I. Baldvinsson og Sigurður G. Valgeirsson.
Sigurður I. Baldvinsson og Sigurður G. Valgeirsson. — Morgunblaðið/Karítas

Um hvað fjallar sagan í Útilegu?

Hún er um vinahóp sem fer í árlega útilegu. Það má segja að við höfum fylgt reglum klassískra grískra harmleikja, þótt það hafi ekki endilega verið úthugsað í byrjun. Reglurnar eru þrjár; sagan á að gerast á sama stað, á innan við 48 tímum og í sögunni á að vera sterk aðalpersóna. Útilega gerist á einu tjaldstæði á 48 tímum, en við erum reyndar með tólf sterkar aðalpersónur. Það er vel þekkt að vinahópar hittist einu sinni á ári í útilegu. Við erum svo sjálfir í vinahópi sem fer árlega saman í útilegu og höfum gert í þrjátíu ár. Við spjölluðum eitt sinn um þau óskráðu lög í svona útilegum að fólk ætlaði alltaf að skilja daglegu vandamálin eftir í bænum. En staðreyndin er sú að sama hvað þú pakkar létt, þá eru vandamálin alltaf með í farangrinum. Þau fara ekki neitt. Þetta höfðum við að leiðarljósi þegar við sömdum Útilegu.

...