Píratar telja að stjórnvöld eigi að halda aftur af vexti ferðaþjónustu og stýra betur hverjir koma til landsins í því skyni að stemma stigu við verðbólgu. Þetta segir Lenya Rún Taha Karim, nýr leiðtogi flokksins í Reykjavík
Leiðtogi Lenya Rún er nýr leiðtogi Pírata í Reykjavík. Hún mætti til leiks á vettvangi Spursmála.
Leiðtogi Lenya Rún er nýr leiðtogi Pírata í Reykjavík. Hún mætti til leiks á vettvangi Spursmála. — Morgunblaðið/María Matthíasdóttir

Spursmál

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Píratar telja að stjórnvöld eigi að halda aftur af vexti ferðaþjónustu og stýra betur hverjir koma til landsins í því skyni að stemma stigu við verðbólgu. Þetta segir Lenya Rún Taha Karim, nýr leiðtogi flokksins í Reykjavík. Hún er nýjasti gestur Spursmála, sem verða á dagskrá alla þriðjudaga og föstudaga fram að kosningum.

Lenya Rún telur að stjórnvöld eigi að reglusetja húsnæðismarkaðinn betur, ekki síst með tilliti til skammtímaútleigu íbúðarhúsnæðis.

Raunar segir Lenya Rún að staðan á húsnæðismarkaði sé eitt stærsta viðfangsefni stjórnmálanna um þessar mundir.

„Það hefur verið neyðarástand á húsnæðismarkaði og

...