Dúó-tónleikar Yo-Yo Ma með píanistanum Kathryn Stott fara fram í kvöld, 26. október, kl. 20 í Eldborgarsal Hörpu. Segir í tilkynningu að á tónleikunum gefist áheyrendum einstakt tækifæri til að kynnast hinni hliðinni á Yo-Yo Ma þar sem hann leiki…
Elgar Yo-Yo Ma lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fimmtudaginn.
Elgar Yo-Yo Ma lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fimmtudaginn. — Morgunblaðið/Karítas

Dúó-tónleikar Yo-Yo Ma með píanistanum Kathryn Stott fara fram í kvöld, 26. október, kl. 20 í Eldborgarsal Hörpu. Segir í tilkynningu að á tónleikunum gefist áheyrendum einstakt tækifæri til að kynnast hinni hliðinni á Yo-Yo Ma þar sem hann leiki litríka og hrífandi efnisskrá fyrir selló og píanó með samstarfskonu sinni til margra ára. „Verkin á efnisskrá þessa óviðjafnanlega dúós spanna allt frá nítjándu öldinni til þeirrar tuttugustu og fyrstu.“ Í gær kom út hljómdiskur með dúóinu, sem ber heitið Merci, en sum verkanna á honum verða flutt á tónleikunum í kvöld. Diskinn má finna á streymisveitunni Spotify. Þá lék Yo-Yo Ma Elgar með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fimmtudag.