„Börnin sem eru á gjörgæslu eru alvarlega veik og alvarlegasti fylgikvilli svona sýkingar er nýrnabilun sem er sérstaklega hættuleg ungum börnum. Reikna má með að 6-10% þeirra sem sýkjast lendi í því,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir
Bakteríusmit Börnin á gjörgæsludeild eru alvarlega veik. Góðu fréttirnar eru að sum hafa verið útskrifuð heim.
Bakteríusmit Börnin á gjörgæsludeild eru alvarlega veik. Góðu fréttirnar eru að sum hafa verið útskrifuð heim. — Morgunblaðið/Eggert

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

„Börnin sem eru á gjörgæslu eru alvarlega veik og alvarlegasti fylgikvilli svona sýkingar er nýrnabilun sem er sérstaklega hættuleg ungum börnum. Reikna má með að 6-10% þeirra sem sýkjast lendi í því,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir.

Í gær voru tvö börn inniliggjandi á gjörgæslu sem veiktust af E.coli-bakteríu á leikskólanum Mánagarði. Önnur tvö börn liggja inni á Barnaspítalanum, en þar er starfandi heilsugáttarhópur til að halda utan

...