Friðfinnur K. Daníelsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri borfyrirtækisins Alvarr ehf., sem hefur starfað við jarðboranir um áratugaskeið, gagnrýnir nýlegt útboð Orkuveitu Reykjavíkur, OR, á 35 borunarsvæðum, sem sagt var frá á mbl.is í lok ágúst síðastliðins
Borun Friðfinnur K. Daníelsson ásamt Ljóma, stærsta bor fyrirtækisins.
Borun Friðfinnur K. Daníelsson ásamt Ljóma, stærsta bor fyrirtækisins.

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Friðfinnur K. Daníelsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri borfyrirtækisins Alvarr ehf., sem hefur starfað við jarðboranir um áratugaskeið, gagnrýnir nýlegt útboð Orkuveitu Reykjavíkur, OR, á 35 borunarsvæðum, sem sagt var frá á mbl.is í lok ágúst síðastliðins. Útboðið stóð opið til 20. september.

Friðfinnur segir í samtali við Morgunblaðið að OR útfæri útboð sín þannig að sem fæstir sjái sér fært að taka þátt.

Hann segir að í útboðsgögnum sé til dæmis gerð krafa um að notaðir séu rafmagnsborar. Það sé litlu fyrirtæki eins og hans ofviða. „Fyrirtæki mitt er með 200 mkr. ársveltu og hefur ekki bolmagn til að koma sér upp rafmagnsborum, sem kosta hundruð milljóna, hvað þá upp á von og

...