„Ég styð laxeldi, sem er lífæðin víða á Vestfjörðum,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, frambjóðandi í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann kveðst ekki hlynntur því að bannað verði að halda frjóum laxi í…
Björn Bjarki Þorsteinsson
Björn Bjarki Þorsteinsson

„Ég styð laxeldi, sem er lífæðin víða á Vestfjörðum,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, frambjóðandi í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann kveðst ekki hlynntur því að bannað verði að halda frjóum laxi í sjókvíum á Íslandi eftir tíu ár sé það krafa sem er eldisgreininni ómögulegt að uppfylla.

Í nýlegu viðtali við Bæjarins besta, bb.is, mátti skilja að hann væri hlynntur tillögu þess efnis, en í samtali við Morgunblaðið kveðst Björn Bjarki aðeins hafa verið að benda á dæmi um atriði sem nefnd voru í umsögnum um lagareldisfrumvarpið sem mætti skoða frekar.

Benti Björn Bjarki meðal annars á umsögn Húnaþings vestra en neðst í þeirri umsögn er rætt um þörf á banni við ófrjóum laxi.

„Það er alveg kýrskýrt að þetta er eitt af þeim atriðum sem

...