Saurbær Mikið verður um dýrðir í Hallgrímskirkju um helgina.
Saurbær Mikið verður um dýrðir í Hallgrímskirkju um helgina. — Morgunblaðið/Ómar

Svonefnd Hallgrímshátíð verður haldin í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði um helgna. Tilefnið er að 350 ár eru liðin um þessar mundir frá andláti sr, Hallgríms Péturssonar, sálmaskálds með meiru. Hann lést 27. október árið 1674 og var jarðsettur í Saurbæjarkirkjugarði.

Tónleikar verða í kirkjunni í dag kl. 16. Kór Breiðholtskirkju í Reykjavík undir stjórn Arnar Magnússonar organista flytur „Hallgrímskeðju“, sem samanstendur af tónlist frá endurreisnartíma til samtíma þar sem textar Hallgríms eru í forgrunni. Flutt verða verk eftir Orlando di Lassó, Hróðmar Sigurbjörnsson, Knut Nysted, Sergei Rachmaninoff, Þorkel Sigurbjörnsson og Steingrím Þórhallsson. Örn Magnússon var á sínum tíma organisti við Hallgrímskirkju í Saurbæ um fjögurra ára skeið. Aðgangur er ókeypis.

Á morgun, sunnudag, verður hátíðarmessa í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 14. Séra Þráinn Haraldsson predikar og biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, er meðal þeirra sem þjóna fyrir

...