Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi og var svohljóðandi: Síldarmælieining er, oft í bílum nefndur gat, gripur þessi gefur smér, goshver þetta heiti ber. Eins og vísnaáhugamenn þekkja felst merking lausnarorðsins í hverri línu

Halldór Blöndal

halldorblondal@simnet.is

Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi og var svohljóðandi:

Síldarmælieining er,

oft í bílum nefndur gat,

gripur þessi gefur smér,

goshver þetta heiti ber.

Eins og vísnaáhugamenn þekkja felst merking lausnarorðsins í hverri línu. Erla Sigríður Sigurðardóttir er ekki sein til svars – vitaskuld í bundnu máli:

Strokkur telur tunnu af síld

tóm sem bulla fyllir.

Strokka smjörið, hvergi hvíld!

Hverinn Strokkur tryllir.

Harpa í

...