Ég fékk loksins að hitta fólkið mitt og vera í húsinu hennar ömmu en ég hafði oft séð myndir og myndbönd frá heimili hennar. Það var svo skrítið að vera svo allt í einu komin þangað eftir að ég hafði í raun dýrkað fólkið mitt lengi úr fjarlægð.
Elín hefur búið nær alla ævi í Ástralíu en segist alltaf vera með heimþrá til Íslands.
Elín hefur búið nær alla ævi í Ástralíu en segist alltaf vera með heimþrá til Íslands.

Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn langt á milli blaðamanns og viðmælanda eins og kvöld eitt þegar spjallað var í myndsímtali yfir hálfan hnöttinn, alla leið til Ástralíu. Þar var nýr dagur að rísa og rithöfundurinn Elín de Ruyter í morgunkaffinu sínu. Heilir tíu tímar skilja að tímabelti Reykjavíkur og Brisbane þar sem hin íslenska Elín býr, en þangað flutti hún barnung með fjölskyldu sinni.

Elín hefur óbilandi áhuga á ættfræði og öllu sem tengist Íslandi. Hún fékk sérstakan áhuga á ljósmæðrum sem uppi voru á seinni hluta nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu, en langalangamma hennar Guðrún Þórðardóttir var einmitt ljósmóðir á þeim tíma í Súgandafirði. Eftir dvöl á Íslandi og mikið grúsk notaði Elín efniviðinn sem hún hafði safnað til að skrifa skáldsöguna Mother of Light, eða Ljósmóðir eins og bókin gæti heitið á íslensku.

Héldum í

...