Bókvit Gunnhildur Þórðardóttir stígur á svið í Hannesarholti í dag.
Bókvit Gunnhildur Þórðardóttir stígur á svið í Hannesarholti í dag.

Gunnhildur Þórðardóttir tekur þátt í ljóðastundinni Bókvit í Hannesarholti í dag, laugardaginn 26. október, klukkan 11.30. Í tilkynningu segir að einnig komi fram skáldin Anton Helgi Jónsson, Þórunn Valdimarsdóttir, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og síðast en ekki síst Eva Gunnarsdóttir. „Hannesarholt hefur í gegnum tíðina sinnt bókmennt með ýmsum hætti og í vistarverum hússins er allnokkur bókakostur, sem gestum býðst að glugga í og njóta á meðan þeir dvelja í húsinu.“ Segir jafnframt að þetta sé síðasta sýningarhelgin á sýningu Gunnhildar Magni, sem einnig sé í Hannesarholti, en á sýningunni má sjá nýleg verk eftir hana.