„Það er mjög gott fyrir sálina að bærinn hafi opnað á ný. Fréttirnar af þessu öllu saman eru svakalega ýktar, hættan er ofmetin og það er beinlínis hræðsluáróður í gangi. Þetta er niðurdrepandi fyrir fólk,“ segir Aðalgeir Jóhannsson, íbúi í Grindavík

Viðtal

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

„Það er mjög gott fyrir sálina að bærinn hafi opnað á ný. Fréttirnar af þessu öllu saman eru svakalega ýktar, hættan er ofmetin og það er beinlínis hræðsluáróður í gangi. Þetta er niðurdrepandi fyrir fólk,“ segir Aðalgeir Jóhannsson, íbúi í Grindavík.

„Fólk sem hefur jafnvel fengið áfall og er í sjokki. Það á alveg nóg með sig og að halda sér á löppunum. Það þarf ekki að fá stanslausan hræðsluáróður frá Rúv. Ég er nú eiginlega mest að tala um Rúv og svo auðvitað Veðurstofuna og almannavarnir,“ segir hann.

Blaðamaður settist niður með Aðalgeir á heimili hans við Efstahraun í vesturbæ Grindavíkur, en hann byggði húsið á áttunda áratug síðustu aldar. Húsið

...