Haustið hefur verið kuldalegt á Norðausturlandi. Víða fóru kýr á innistöðu fyrstu viku í september sem er óvenju snemmt. Í mörg ár var það þannig að gripir gátu verið úti fram í október en því var ekki að heilsa þetta árið
Norðurþing Æðarbændur víðs vegar að af landinu sóttu Þingeyinga heim nú á haustdögum.
Norðurþing Æðarbændur víðs vegar að af landinu sóttu Þingeyinga heim nú á haustdögum. — Morgunblaðið/Atli Vigfússon

Úr bæjarlífinu

Atli Vigfússon

Laxamýri

Haustið hefur verið kuldalegt á Norðausturlandi. Víða fóru kýr á innistöðu fyrstu viku í september sem er óvenju snemmt. Í mörg ár var það þannig að gripir gátu verið úti fram í október en því var ekki að heilsa þetta árið. Veðrið hefur haft margvísleg áhrif. Kartöfluuppskera var í minna lagi enda garðarnir blautir og kaldir. Meðalvigt dilka var lakari en áður. Ekkert var hægt að mála úti enda sjaldan þurrkur. Sagt er að einungis hafi eitt húsþak á Húsavík verið málað í sumar.

Æðarræktarfélag Íslands hélt aðalfund sinn í Suður-Þingeyjarsýslu þetta árið. Fundurinn var haldinn í lok september í veiðiheimilinu Vökuholti sem er á bökkum Laxár. Fólk kom víða að af landinu. Á fundinum voru haldin mörg merkileg erindi um æðardún, dúnmat og

...