Hljómsveitin ADHD gefur út sína níundu hljómplötu, ADHD9, á Íslandi í dag, laugardaginn 26. október, en platan kemur svo mánuði seinna út í Þýskalandi og á streymisveitum. Segir í tilkynningu að platan komi út hjá þýska útgefandanum Enja –…
ADHD9 Útgáfutónleikarnir eru í kvöld.
ADHD9 Útgáfutónleikarnir eru í kvöld.

Hljómsveitin ADHD gefur út sína níundu hljómplötu, ADHD9, á Íslandi í dag, laugardaginn 26. október, en platan kemur svo mánuði seinna út í Þýskalandi og á streymisveitum. Segir í tilkynningu að platan komi út hjá þýska útgefandanum Enja – Yellowbird og um sé að ræða fyrstu plötu sveitarinnar sem kemur út hjá erlendri útgáfu. Hljómsveitin heldur útgáfutónleika á Bird í kvöld kl. 20 en þar verður hægt að kaupa vínilplötur og geisladiska af níundu hljómplötunni ásamt eldra efni.