Jón Aðalsteinn Norðfjörð fæddist 30. október 1904 á Akureyri og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Álfheiður Einarsdóttir, f. 1878, d. 1950, og Snæbjörn Norðfjörð, f. 1878, d. 1927. Fósturfaðir Jóns frá fjögurra ára aldri var Halldór Friðjónsson, f. 1882, d. 1959. Jón varð gagnfræðingur frá MA 1921. Hann starfaði yfir þrjátíu ár hjá Akureyrarbæ, síðast sem bæjargjaldkeri.

Jón varð landsþekktur fyrir störf sín að leikhúsmálum sem hann var virkur í um fjörutíu ár. Á heildina lék hann yfir áttatíu hlutverk og leikstýrði tæplega fimmtíu leikritum, mest fyrir Leikfélag Akureyrar, en tók einnig að sér leikstjórn víðar um land. Það lá vel fyrir Jóni að skemmta fólki með ljóðalestri, gamanvísnasöng og ýmsum gamanmálum. Jón nam við leiklistarskóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn og einnig nam hann og lék í Svíþjóð. Hann tók að sér leikkennslu og var með námskeið

...