Baráttan um Hvíta húsið hefur verið einkar stormasöm. Sögulega slæm frammistaða Joes Bidens Bandaríkjaforseta í kappræðum á móti Donald Trump forsetaframbjóðanda Repúblikana hleypti af stað atburðarás sem endaði með því að Biden dró framboð sitt til …
Þessi magnaða ljósmynd var tekin örskömmu eftir að Trump var skotinn í eyrað.
Þessi magnaða ljósmynd var tekin örskömmu eftir að Trump var skotinn í eyrað. — AFP/Anna Moneymaker

Baráttan um Hvíta húsið hefur verið einkar stormasöm. Sögulega slæm frammistaða Joes Bidens Bandaríkjaforseta í kappræðum á móti Donald Trump forsetaframbjóðanda Repúblikana hleypti af stað atburðarás sem endaði með því að Biden dró framboð sitt til baka og Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna tók við keflinu af honum 21. júlí.

U.þ.b. viku áður en það gerðist var banatilræði við Trump í Pennsylvaníu þar sem hann var skotinn í eyrað og var byssukúlan aðeins millimetrum frá höfuðkúpu hans. Þetta var ekki eina banatilræðið í kosningabaráttunni því 15. september leyndist byssumaður á jaðri golfvallar þar sem Trump var að spila en öryggisþjónustan kom auga á hann áður en hann náði að fremja voðaverk.

En burtséð frá þessum atburðum þá er fleira sögulegt. Trump er fyrsti forseti í sögu Bandaríkjanna sem hefur verið

...