Gabríel Kristinn er metnaðarfullur ungur kokkur. Hann keppir með kokkalandsliðinu og hefur nú gefið út sína fyrstu kokkabók.
Gabríel Kristinn er metnaðarfullur ungur kokkur. Hann keppir með kokkalandsliðinu og hefur nú gefið út sína fyrstu kokkabók.

Matreiðslumaðurinn Gabríel Kristinn mætir í viðtal með brakandi ferska nýja kokkabók undir hendinni; bókina Þetta verður veisla! Bókin er stútfull af einföldum eðalréttum sem munu áreiðanlega slá í gegn í veislum landsmanna. Gabríel er reyndur kokkur þrátt fyrir ungan aldur, en hann hefur verið í kokkalandsliðinu í fimm ár eða síðan hann var aðeins tvítugur að aldri.

Fjölskyldan á Grillinu

Gabríel á ekki langt að sækja áhugann á kokkamennsku en faðir hans, Bjarni Gunnar Kristinsson, var kokkur á Hótel Sögu, á Skrúði og Grillinu, og móðir hans, Soffía Guðbjörg Þórðardóttir, þjónn.

„Þau kynntust á Grillinu og ég var þar mikið að skottast um þegar ég var barn. Mamma sagði að buxurnar mínar hefðu alltaf verið rauðar því ég skreið um öll gólf þar á rauða gólfteppinu,“ segir hann og

...