Ég fann strax að ég þyrfti að taka mér það bessaleyfi að hafa íroníska fjarlægð á efnið.
Margrét við Listasafn Einars Jónssonar, en hún sendir frá sér bók um safnið, ætlaða börnum.
Margrét við Listasafn Einars Jónssonar, en hún sendir frá sér bók um safnið, ætlaða börnum. — Morgunblaðið/Eggert

Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum er ný bók eftir Margréti Tryggvadóttur með myndum eftir Lindu Ólafsdóttur. Í bókinni er fjallað um listamanninn Einar Jónsson, Önnu konu hans og safnið sem þau stofnuðu á Skólavörðuholtinu, Listasafn Einars Jónssonar.

Bókin er ætluð börnum en Margrét hefur áður skrifað bækur um íslenska myndlistarmenn fyrir börn og ungmenni, þar á meðal bók um Kjarval.

„Maður þarf að finna réttu leiðina fyrir hvert verkefni. Þessi bók er fyrir aðeins yngri lesendur en til dæmis Kjarvalsbókin en á samt að henta fólki á öllum aldri,“ segir Margrét.

„Þegar ég hef verið að tala um bókina við fólk þá kemur furðu oft í ljós að fólk annaðhvort elskar þetta safn eða hefur aldrei stigið fæti inn í húsið. Þarna var takmarkað opið,

...