Dreifing atkvæða á átta flokka dregur úr líkum á tveggja flokka stjórn. Þriggja flokka stjórn sem höfðar til kjósenda hægra megin við miðju er líklegri en vinstri stjórn.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Árið 2024 er kallað kosningaárið mikla. Áður en þing var rofið hér og kjördagur ákveðinn 30. nóvember var talað um almennar kosningar í minnst 50 löndum á árinu. Rúmlega tveir milljarðar manna kynnu að ganga að kjörborðinu í ár.

Í sumar var forseti Íslands kjörinn. Forsetar voru einnig kjörnir í Taívan 13. janúar, Indónesíu 14. febrúar, Rússlandi 17. mars, Mexíkó 2. júní og Venesúela 28. júlí. Nýr Bandaríkjaforseti verður kjörinn 5. nóvember og tveimur dögum fyrr verður önnur umferð forsetakosninga í Moldóvu.

Moldóvar ákváðu með mjög litlum mun í þjóðaratkvæðagreiðslu (já: 50,46%; nei: 49,54%) sunnudaginn 20. október

...