Kórferðalag Landeyjakórinn á ferðalagi í Kaupmannahöfn, Haraldur er lengst til hægri í neðri röð.
Kórferðalag Landeyjakórinn á ferðalagi í Kaupmannahöfn, Haraldur er lengst til hægri í neðri röð.

Haraldur Júlíusson fæddist 26. október 1934 í Efriey III/Hól í Meðallandi en flutti 6 ára með foreldrum sínum að Akurey í Vestur-Landeyjum, en þar höfðu foreldrar hans keypt jörðina með bústofni. Honum er minnisstæð ferðin.

„Við fórum snemma á hestum með allt okkar frá Hól, yfir Kúðafljót sem tók fjórar klukkustundir að Herjólfsstöðum, þar sem við gistum. Pabbi reiddi Badda (Bjargmund) og mamma reiddi Lilju, þriggja ára. Gísli á Melhól reiddi mig fyrir framan sig yfir fljótið að mig minnir í fjórar klukkustundir, sem ég hélt að myndi aldrei taka enda. Daginn eftir flutti vörubíll okkur að Akurey og komum við þangað um kvöldið og ég man að mamma fór beint að mjólka.

Við tóku búskaparár í Akurey, læra allt af foreldrum mínum, síðan tíu ára að hefja nám í farskóla, hálfsmánaðarlega að vetri í tvö ár og vera þar með útskrifaður

...