Listasafn Háskóla Íslands leitar nú að verkum eftir Þorvald Skúlason (1906-1984) í einkaeigu, eigu fyrirtækja eða einstaklinga. Fékk safnið styrk til þess að útbúa gagnagrunn yfir heildarverk listamannsins sem myndi nýtast í stóra sýningu á verkum hans
Haustfugl Verk eftir Þorvald Skúlason málað um 1970-1971.
Haustfugl Verk eftir Þorvald Skúlason málað um 1970-1971.

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Listasafn Háskóla Íslands leitar nú að verkum eftir Þorvald Skúlason (1906-1984) í einkaeigu, eigu fyrirtækja eða einstaklinga. Fékk safnið styrk til þess að útbúa gagnagrunn yfir heildarverk listamannsins sem myndi nýtast í stóra sýningu á verkum hans.

Kristján Steingrímur Jónsson, forstöðumaður listasafnsins, segir að verið sé að kortleggja og skrásetja feril Þorvaldar Skúlasonar og að safnið hafi fengið til þess styrk.

„Hugmyndin er að reyna að ná betur utan um ferilinn en Listasafn Háskóla Íslands á stærsta safn á verkum Þorvaldar sem háskólanum var gefið í gegnum Sverri Sigurðsson á sínum tíma. Markmiðið með þessu er að ná utan um ferilinn eins og hægt er og halda yfirlitssýningu á verkum

...