Hjalti Jónsson Guðmundsson fæddist á Hringbraut 99 í Reykjavík 29. febrúar 1948. Hann lést 6. október 2024 á spítala í Hattiesburg.

Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Jón Hjaltason, skipstjóri í Reykjavík, f. 21. september 1923, d. 27. maí 1989, og kona hans Sigríður Jóhanna Sveinsdóttir frá Norður-Fossi í Mýrdal. f. 26. júní 1921, d. 25. janúar 2000.

Systir Hjalta er Jóhanna Margrét, f. 6. júní 1946, hún lifir bróður sinn og býr nú í Þýskalandi.

Hjalti nam í Melaskólanum og frá 10 ára aldri var hann í Austurbæjarskólanum.

Fjölskyldan bjó fyrst á Hringbraut 99 og flutti svo árið 1958 í Hamrahlíð 11 í Reykjavík. Á æskuárum sínum var hann í sveit á Norður-Fossi hjá frændfólki sínu og á unglingsárunum vann Hjalti við ýmis störf og þar á meðal

...