Tvö íslensk lið keppa á Evrópumóti sem lýkur nú um helgina í Vrnjacka í Banja í Serbíu. Víkingaklúbburinn er aftur mættur til leiks með Jóhann Hjartarson á 1. borði og þar á eftir koma Björn Þorfinnsson, Rúnar Sigurpálsson, Páll Agnar Þórarinsson,…
Fyrsti leikurinn Margeir Pétursson sat andspænis Indverjanum Gukesh þegar EM taflfélaga var formlega opnað. Gunnar Björnsson varaforseti evrópska skáksambandsins fylgist með.
Fyrsti leikurinn Margeir Pétursson sat andspænis Indverjanum Gukesh þegar EM taflfélaga var formlega opnað. Gunnar Björnsson varaforseti evrópska skáksambandsins fylgist með. — Heimasíða EM taflfélaga.

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Tvö íslensk lið keppa á Evrópumóti sem lýkur nú um helgina í Vrnjacka í Banja í Serbíu. Víkingaklúbburinn er aftur mættur til leiks með Jóhann Hjartarson á 1. borði og þar á eftir koma Björn Þorfinnsson, Rúnar Sigurpálsson, Páll Agnar Þórarinsson, Símon Þórhallsson, Gunnar Freyr Rúnarsson og Sigurður Ingason. Skákdeild Breiðabliks státar af liðsmönnum sem allir eru yngri en 25 ára og hafa lengi búið í Kópavogi: Vignir Vatnar Stefánsson, Hilmir Freyr Heimisson, Bárður Örn Birkisson, Björn Hólm Birkisson, Birkir Ísak Jóhannsson og Benedikt Briem. Þá má líta svo á að klúbburinn Gambit Bonnevoie, sem rekur uppruna sinn til Lúxemborgar, sé að hluta til íslenskur því fyrir hann tefla Margeir Pétursson og

...