Harpa Víkingur & Yuja Wang ★★★★★ Tónlist: Luciano Berio (Vatnspíanó), Franz Schubert (Fantasía í f-moll, D. 940), John Cage (Experiences nr. 1), Conlon Nancarrow (Player Piano Studie nr. 6, úts. Thomas Adès), John Adams (Hallelujah Junction), Arvo Pärt (Hymn to a Great City) og Sergej Rakhmanínov (Sinfónískir dansar). Píanó: Víkingur Heiðar Ólafsson og Yuja Wang. Tónleikar í Eldborg Hörpu sunnudaginn 20. október 2024.
Dúó „Tónleikarnir voru í þeim gæðaflokki að öll gagnrýni verður hjóm eitt,“ segir um tónleika tvíeykisins.
Dúó „Tónleikarnir voru í þeim gæðaflokki að öll gagnrýni verður hjóm eitt,“ segir um tónleika tvíeykisins. — Ljósmynd/Mummi Lú

Tónlist

Magnús Lyngdal

Magnússon

Jón Ólafsson úr Grunnavík dró eitt sinn efni Íslendingasagna saman í eina setningu: „Bændur flugust á.“ Ég gæti líka lýst tónleikum þeirra Víkings Heiðars Ólafssonar og Yuju Wang í einni setningu: „Þetta var stórkostlegt“ og látið þar við sitja. Ég ætla þó að gera tilraun til þess að greina frá því sem áheyrendur í Hörpu fengu að heyra sunnudagskvöldið 20. október síðastliðinn en hætt er við því að orð megi síns lítils þegar kemur að fádæmagóðum flutningi á fjölbreyttri efnisskrá.

Víkingur og Yuja Wang eru í hópi fremstu píanóleikara veraldar. Það er í sjálfu sér ekki algengt að sjá tvo stjörnupíanista koma saman fram, það er að segja að leika saman á

...