— AFP/Giorgi Arjevanidze

Mikil spenna ríkir nú fyrir þingkosningarnar í Georgíu, sem fara fram í dag. Stuðningsmenn flokksins Georgíska draumsins, GD, sem heldur nú um stjórnartaumana héldu síðasta kosningafund sinn í höfuðborginni Tblisí á miðvikudaginn og mætti fjölmenni þangað eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Forsvarsmenn GD hafa verið sakaðir um að vilja halla sér nær Rússum, þrátt fyrir að flokkurinn hafi það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu, en flokkurinn stóð fyrr á árinu að umdeildri löggjöf um skráningu erlendra félagasamtaka.

Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, sakaði svo vesturveldin í gær um að reyna að hafa áhrif á þingkosningarnar til þess að fá fram stjórnvöld sér þóknanleg. Neitaði Peskov jafnframt ásökunum um að Rússar væru að stunda hið sama.