Fyrir tíu árum réðust úrslitin um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta í síðasta leik úrvalsdeildarinnar þegar Stjarnan vann dramatískan sigur á FH í Kaplakrika. Nú er er slíkur úrslitaleikur loksins á dagskránni á ný þegar Víkingur fær Breiðablik í heimsókn í Fossvoginn annað kvöld klukkan 18.30
Meistaraslagur Hinn efnilegi Gísli Gottskálk Þórðarson og hinn þrautreyndi Andri Rafn Yeoman mætast í úrslitaleiknum annað kvöld.
Meistaraslagur Hinn efnilegi Gísli Gottskálk Þórðarson og hinn þrautreyndi Andri Rafn Yeoman mætast í úrslitaleiknum annað kvöld. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Besta deildin

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Fyrir tíu árum réðust úrslitin um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta í síðasta leik úrvalsdeildarinnar þegar Stjarnan vann dramatískan sigur á FH í Kaplakrika.

Nú er er slíkur úrslitaleikur loksins á dagskránni á ný þegar Víkingur fær Breiðablik í heimsókn í Fossvoginn annað kvöld klukkan 18.30.

Víkingum nægir jafntefli til að verða Íslandsmeistarar í áttunda sinn og í þriðja skipti á fjórum árum.

Blikar þurfa hins vegar sigur til að hreppa Íslandsmeistaratitilinn í þriðja sinn, og í annað skiptið á þremur árum.

Nýja keppnisfyrirkomulagið býður upp á þennan möguleika, sem áður var

...