Roberto Mancini hefur verið vikið úr starfi þjálfara karlalandsliðs Sádi-Arabíu í fótbolta. Hann hafði aðeins stýrt liðinu í ár, en hann skrifaði undir samning við knattspyrnusambandið þarlendis í ágúst í fyrra.

Mancini, sem á sínum tíma gerði Ítali að Evrópumeisturum og Manchester City að Englandsmeisturum, fær um 61 milljón punda næstu þrjú árin, sem gerir tíu milljarða íslenskra króna.

Ef nánar er farið út í samninginn mun Mancini fá 10,5 milljónir króna á dag út samningstímann.

Forráðamenn knattspyrnusambands Sádi-Arabíu voru ósáttir við Mancini, sem er ítalskur, en hann virkaði oft og tíðum áhugalaus í starfinu.