Skóli fyrir blinda og sjóndapra skammt frá Nairobi í Keníu í Afríku byrjaði í haust að bjóða upp á verkefnið Menntun í ferðatösku og bætist þar með í hóp þeirra fjölmörgu sem hafa notfært sér aðstoðina undanfarin ár
Á hárgreiðslustofunni Systurnar Anstazie og Medaille að störfum.
Á hárgreiðslustofunni Systurnar Anstazie og Medaille að störfum. — Ljósmyndir/Erick Alouise

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Skóli fyrir blinda og sjóndapra skammt frá Nairobi í Keníu í Afríku byrjaði í haust að bjóða upp á verkefnið Menntun í ferðatösku og bætist þar með í hóp þeirra fjölmörgu sem hafa notfært sér aðstoðina undanfarin ár. Áður höfðu bestu nemendur skólans náð um 30% árangri en nýleg stöðuskýrsla sýnir að einkunnir þeirra eru um 6 til 7 af 10 mögulegum, að sögn Gunnars Stefánssonar aðstandanda verkefnisins.

Gunnar og Anna Helga Jónsdóttir, prófessorar í tölfræði á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands, hafa leitt styrktarfélagið Broskalla frá stofnun 2015 og haldið utan um fjársöfnun

...