En nú á dögum fer enginn lengur til himna; nú er í tísku að fara í sumarlandið. Annar hver maður er sendur þangað.

Pistill

Ásdís Ásgeirsdóttir

asdis@mbl.is

Talið er að vel yfir hundrað milljarðar manna hafi lifað á jörðinni frá upphafi tilvistar mannverunnar. Varla er til það mannsbarn sem ekki hefur hugsað um dauðann, sem við sleppum víst ekki við. Skiptar skoðanir eru um hvað bíður okkur eftir dauðann og er ábyggilega best fyrir sálartetrið að trúa að eitthvað gott og fallegt taki við.

Ég talaði nýlega við mann sem var endurlífgaður eftir hjartastopp en fyrir guðs mildi var hann ekki einn og fékk því hjartahnoð um leið. Hann lá síðan í tvo sólarhringa í öndunarvél en vaknaði sem betur fer, ansi þreyttur en í góðu lagi. Hann upplifði að í handanheimum hefði eitthvað fallegt og gott beðið hans en vissulega var hann þakklátur að koma til baka, fá að lifa lífinu og

...