Toppurinn Hilmar Smári Henningsson skoraði 19 stig í gærkvöldi.
Toppurinn Hilmar Smári Henningsson skoraði 19 stig í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eggert

Stjörnumenn eru einir með fullt hús stiga á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir sannfærandi útisigur á Haukum, 114:87, í fjórðu umferðinni í gærkvöldi.

Eftir jafnan fyrsta leikhluta vann Stjarnan annan leikhlutann 33:16 og svo þriðja leikhlutann 25:18. Var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann því 90:63 og voru Haukar ekki líklegir til að jafna á lokakaflanum.

Ægir Þór Steinarsson átti góðan leik fyrir Stjörnuna, skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Tyson Jolly skoraði 20 stig fyrir Hauka.

Grindavík var með fullt hús þegar liðið fékk Tindastól í heimsókn í Smárann. Skagfirðingar reyndust hins vegar sterkari og unnu sinn þriðja sigur í röð, 93:90.

...