Ekki er miklar fylgisbreytingar að sjá í skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið í vikunni, en flokkarnir hafa verið í óða önn að skipa framboðslista sína og er von á að kosningabaráttan hefjist af alvöru í næstu viku.

Samfylkingin er enn með langmest fylgi flokka, rúm 24%, þótt það dali áfram. Borgaralegu flokkarnir þrír, Miðflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn, eru áfram á svipuðum slóðum og Flokkur fólksins skammt undan.

Aðrir flokkar sýna engin merki um að hagur þeirra vænkist, en Sósíalistar og Vinstri grænir eru enn úti.

Fylgisþróunin bendir til að Sjálfstæðisflokknum hafi mistekist að nýta meðbyr eftir stjórnarslitin og sú fylgisaukning gengið til baka.

Vikmörk eru þó há, um 4-5 prósentustig hjá fylgismestu

...