— Morgunblaðið/Ómar

Fyrsti vísirinn að föstu sambandi Evrópuríkja varð til eftir stríð með því háleita markmiði að aldrei framar skyldu grannar í álfunni berast á banaspjót.

Svo leið tíminn og mönnum fannst þetta harla gott og þjóðum í sambandinu fór fjölgandi. Danmörku og Bretlandi var tekið fagnandi og áfram hélt veislan. Það var farið að tala um Bandaríki Evrópu sem raunverulegt mótvægi við BNA og jafnvel Kína og Japan.

Svo varð Austur-Evrópa frjáls og vildi líka vera með Það er kraftaverk hvernig tekist hefur að halda þessum ólíku löndum í bandalagi svona lengi, en nú er klofningur uppi.

Hér á landi virðast tveir flokkar hafa það markmið að komast í þetta bandalag, gera það gott í könnunum og fá þriðja hvert atkvæði.

Þessir kjósendur mættu hugsa sig um

...