„Ég er þess fullviss að í náinni framtíð finnist fleiri manngerðir hellar hér á Ægissíðu; í dag eru þeir tólf en sennilega leynast hér fleiri undir yfirborðinu. Og sá klasi hella sem hér er að finna nú er í raun heill heimur út af fyrir sig og …
— Morgunblaðið/Eyþór

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Ég er þess fullviss að í náinni framtíð finnist fleiri manngerðir hellar hér á Ægissíðu; í dag eru þeir tólf en sennilega leynast hér fleiri undir yfirborðinu. Og sá klasi hella sem hér er að finna nú er í raun heill heimur út af fyrir sig og alltaf er hægt að draga fram eitthvað óvænt og spennandi, rétt eins og nú hefur gerst,“ segir Stefán Smári Ásmundarson. Hann starfar og segir frá í Hellunum við Hellu, sem svo eru nefndir, hinum manngerðu hellum á Ægissíðu á bökkum Ytri-Rangár gegnt Hellu.

200 manngerðir hellar á Suðurlandi

Fjögur ár eru síðan fjórir af tólf hellum á Ægissíðu voru opnaðir almenningi sem ferðamannastaður. Tilgátur hafa verið settar fram um að hellarnir hafi verið gerðir af pöpum, írskum munkum, einhverju

...