Trúin sprettur einungis af því að hlýða á Guðs hulda orð og rýna í það.
Gunnar Björnsson
Gunnar Björnsson

Gunnar Björnsson

Við Íslendingar höfum eignast aðeins einn stór-snilling, síra Hallgrím Pétursson, höfund Passíusálmanna, hann, sem einn skálda hefur sagt dauðanum að koma sælum.

Síra Hallgrímur lést 27. október 1674, sextugur að aldri.

Kirkja Krists í samtíð síra Hallgríms

Kristileg kirkja 17. aldar á Íslandi einkenndist af því kenningarlega umhverfi, sem nefnt hefur verið „lúterski rétttrúnaðurinn“. Heimspekin varð ambátt guðfræðinnar, ancilla theologiae. Hér var leitast við að binda hugsanirnar, viljann og tilfinningarnar í kerfi trúarsetninga, en síður var hvatt til sjálfstæðra heilabrota og athugana og vangaveltur í þá veru, einkum ef birtust á prenti, voru litnar hornauga. Brýnt var fyrir fólki að vanda líferni sitt, vanrækja ekki bænina, sækja

...