Sýning Ólafar Nordal Fyglingar (e. Blirdlings) ­stendur nú yfir í Portfolio galleríi, Hverfisgötu 71, en henni lýkur 2. nóvember. Í tilkynningu segir að á morgun, sunnudaginn 27
Ólöf Nordal
Ólöf Nordal

Sýning Ólafar Nordal Fyglingar (e. Blirdlings) ­stendur nú yfir í Portfolio galleríi, Hverfisgötu 71, en henni lýkur 2. nóvember. Í tilkynningu segir að á morgun, sunnudaginn 27. október, klukkan 16 verði Ólöf með listamannsspjall um sýninguna og þá gefist gestum „tækifæri á að skyggnast inn í þá hugmyndafræði sem liggur að baki sýningunni sem og þróun og ferli verkanna“.

Í broti úr texta Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur um sýninguna segir meðal annars:

„Hugmyndir okkar um hvað það þýðir að vera manneskja eiga sér djúpar rætur í vestrænni heimspeki sem gerir ráð fyrir því að sumar manneskjur séu mennskari en aðrar. Hún gerir ráð fyrir að mennskan tilheyri aðeins völdum hópi þeirrar tegundar sem kölluð er maður.“